Gagnfræðaskóli Akureyrar er virðulegt skólahús með langa sögu að baki sem kennslu- stofnun. Til að mæta kröfum um nútíma skólahúsnæði var grunnflötur hverrar skólastofu stækkaður með því að byggja utaná hluta langliða skólans. Við það næst stækkun án þess að breyta innri skiptingu kennslustofanna, en eftir breytingu verða þær af óskaðri stærð, ýmist 52 eða 60 m2
Stækkunin er látlaus, í anda nútíma byggingarlistar, og leyfir gamla skólanum að halda sínu formi og karakter, en endurspeglar útávið hvað hefur breyst í rýmisþörf skóla- bygginga á undanförnum áratugum.